Iheanacho tryggði Leicester Samfélagsskjöldinn af vítapunktinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. ágúst 2021 18:15 Kelechi Iheanacho fagnar markinu sem skildi liðin að. Catherine Ivill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti bikarmeisturum Leicester City í árlegu uppgjöri meistara síðasta árs i leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það voru refirnir frá Leicester sem tryggðu sér 1-0 sigur með marki undir lok leiks. Leikurinn var nokkuð opin og skemmtilegur og bæði lið fengu ágætis færi til að taka forystuna. Hvorugu liðinu tókst þó að brjóta ísinn áður en flautað var til hálfleiks, og staðan því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Bæði lið sköpuðu sér nokkur ákjósanleg færi, en inn vildi boltinn ekki. Jack Grealish, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, kom inn á sem varamaður fyrir Manchester City á 65. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna þeirra. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem að það dró loksins til tíðinda. Nathan Ake fékk þá boltann í vörn City manna, en missti hann klaufalega frá sér og Kelechi Iheanacho nýtti sér það. Hann rændi boltanum af Ake sem braut á Iheanacho innan vítateigs og dómari leiksins benti á punktinn. Iheanacho tók spyrnuna sjálfur og Zack Steffen kom engum vörnum við í marki Manchester City. Niðurstaðan því 1-0 sigur Leicester manna og þeir tryggðu sér þar með fyrsta titil tímabilsins. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti bikarmeisturum Leicester City í árlegu uppgjöri meistara síðasta árs i leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það voru refirnir frá Leicester sem tryggðu sér 1-0 sigur með marki undir lok leiks. Leikurinn var nokkuð opin og skemmtilegur og bæði lið fengu ágætis færi til að taka forystuna. Hvorugu liðinu tókst þó að brjóta ísinn áður en flautað var til hálfleiks, og staðan því markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Bæði lið sköpuðu sér nokkur ákjósanleg færi, en inn vildi boltinn ekki. Jack Grealish, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, kom inn á sem varamaður fyrir Manchester City á 65. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna þeirra. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem að það dró loksins til tíðinda. Nathan Ake fékk þá boltann í vörn City manna, en missti hann klaufalega frá sér og Kelechi Iheanacho nýtti sér það. Hann rændi boltanum af Ake sem braut á Iheanacho innan vítateigs og dómari leiksins benti á punktinn. Iheanacho tók spyrnuna sjálfur og Zack Steffen kom engum vörnum við í marki Manchester City. Niðurstaðan því 1-0 sigur Leicester manna og þeir tryggðu sér þar með fyrsta titil tímabilsins.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti