Norðmaðurinn ungi setti Evrópu- og Ólympíumet er hann hlaut gull Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 12:30 Ingebrigtsen var magnaður í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hinn tvítugi Jakob Ingebrigtsen hlaut í dag gull í 1500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var aðeins tveimur sekúndum frá heimsmeti en bætti bæði Evrópu- og Ólympíumet með frábæru hlaupi. Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01
Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01
Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00