Innlent

Þrettán og fjórtán ára fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Tveir unglingar, 13 og 14 ára, voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítala um kl. 2 í nótt eftir árekstur bifreiðar og vespu í Mosfellsbæ. Unglingarnir óku vespunni en ekki er vitað um meiðsl þeirra.

Undir stýri á bifreiðinni var annar unglingur, 17 ára, sem lét sig í fyrstu hverfa af vettvangi en snéri svo aftur. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að málið sé unnið með aðkomu foreldra.

Þrír aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×