„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 18:32 Kári var gestur Birgis Olgeirssonar fréttamanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10