Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Sandra Ósk Jóhannsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og kallar eftir vitundarvakningu. Samsett Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. Hvolpar og kettlingar ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir og hefur jafnvel borið á skorti. Talið er að aukin heimavera og tími með fjölskyldu hafi ýtt undir áhuga fólks á gæludýrum en þegar aðstæður breyttust reyndi víða á þolrifin. Vísbendingar eru um að sumir hafi því reynt að losa sig við dýrin með hækkandi sól og minnkandi takmörkunum. „Það gerist á hverju einasta sumri að fólk sem fékk sér gæludýr fattar að það vill ferðast, fara til útlanda og hefur kannski ekki eins mikinn tíma fyrir dýrin sín,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. „Fólk var að fá sér dýr, var mikið heima og svo fer það aftur á vinnumarkaðinn og í skóla og hefur minni tíma. Þá hentar dýrið ekki aðstæðum og fólk er mikið að losa sig við dýrin. Við erum að sjá einhverja aukningu vegna Covid-19 en getum í raun ekki sagt með vissu hvort það séu bein tengsl.“ Sandra hefur lengi verið umhugað um dýravernd og vinnur nú meðal annars að þróun smáforritsins Dýrfinnu sem er ætlað að auðvelda leit að týndum dýrum. Þá hefur Sandra átt í samstarfi við félög á borð við Villiketti, Dýrahjálp og Kattholt. Kallar eftir vitundarvakningu Sandra segir jákvætt að enn sé mikil eftirspurn til staðar og það taki yfirleitt skamman tíma að finna nýtt heimili fyrir dýrin. „En við þurfum líka að vera meðvituð um það að eftirspurnin á eftir að verða minni en framboðið og þá verður mikið um heimilislaus dýr.“ Sandra kallar eftir vitundarvakningu og segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að gæludýraeign þurfi að vera vel ígrunduð ákvörðun. „Það er ekki bara hægt að fá sér dýr og losa sig svo við það þegar það hentar ekki.“ Í því samhengi skipti öllu máli að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefi gæludýr sem gjafir sem Sandra segir mjög algengt. „Það er í lagi að gefa dýr sem gjöf ef þú veist að tegundin hentar manneskjunni og hún vill sjá um dýrið en annars mælum við ekki með dýri sem gjöf, sérstaklega ekki fyrir börn. Dýr eru lifandi lífverur og ekki bara einhver bangsi eða leikfang sem þú getur gefið.“ Stutt er síðan fólk átti jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér. Nú eru dæmi um að tugir þúsunda fáist fyrir hvern og einn kettling. Getty/Laurie Cinotto Óábyrgt að auglýsa eftir hvaða hundi sem er Algengt er fólk auglýsi eftir hundum á Facebook og kveðst þá þiggja hvaða tegund sem er. Sandra segir það mjög gagnrýnisverða afstöðu. „Hver hundategund er gríðarlega ólík og hentar ekki öllum. Þú átt til dæmis ekki að fá þér Border collie ef þú getur ekki farið með hundinn í göngutúr þrisvar til fjórum sinnum á dag.“ Fjölmarga þætti þurfi að hafa í huga þegar kemur að því að taka að sér gæludýr. „Það er mikið af fólki sem er ekki alveg að pæla í heildarmyndinni. Það er gríðarlega skaðlegt og veldur því að þau munu gefa dýrið frá sér. Það er gríðarlega erfitt fyrir dýrin að fara af einu heimili á annað koll af kolli,“ segir Sandra og vonar að opinber umræða um þessi mál eigi eftir að reynast mikilvæg forvörn. Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Kettir Hundar Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Hvolpar og kettlingar ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir og hefur jafnvel borið á skorti. Talið er að aukin heimavera og tími með fjölskyldu hafi ýtt undir áhuga fólks á gæludýrum en þegar aðstæður breyttust reyndi víða á þolrifin. Vísbendingar eru um að sumir hafi því reynt að losa sig við dýrin með hækkandi sól og minnkandi takmörkunum. „Það gerist á hverju einasta sumri að fólk sem fékk sér gæludýr fattar að það vill ferðast, fara til útlanda og hefur kannski ekki eins mikinn tíma fyrir dýrin sín,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. „Fólk var að fá sér dýr, var mikið heima og svo fer það aftur á vinnumarkaðinn og í skóla og hefur minni tíma. Þá hentar dýrið ekki aðstæðum og fólk er mikið að losa sig við dýrin. Við erum að sjá einhverja aukningu vegna Covid-19 en getum í raun ekki sagt með vissu hvort það séu bein tengsl.“ Sandra hefur lengi verið umhugað um dýravernd og vinnur nú meðal annars að þróun smáforritsins Dýrfinnu sem er ætlað að auðvelda leit að týndum dýrum. Þá hefur Sandra átt í samstarfi við félög á borð við Villiketti, Dýrahjálp og Kattholt. Kallar eftir vitundarvakningu Sandra segir jákvætt að enn sé mikil eftirspurn til staðar og það taki yfirleitt skamman tíma að finna nýtt heimili fyrir dýrin. „En við þurfum líka að vera meðvituð um það að eftirspurnin á eftir að verða minni en framboðið og þá verður mikið um heimilislaus dýr.“ Sandra kallar eftir vitundarvakningu og segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að gæludýraeign þurfi að vera vel ígrunduð ákvörðun. „Það er ekki bara hægt að fá sér dýr og losa sig svo við það þegar það hentar ekki.“ Í því samhengi skipti öllu máli að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefi gæludýr sem gjafir sem Sandra segir mjög algengt. „Það er í lagi að gefa dýr sem gjöf ef þú veist að tegundin hentar manneskjunni og hún vill sjá um dýrið en annars mælum við ekki með dýri sem gjöf, sérstaklega ekki fyrir börn. Dýr eru lifandi lífverur og ekki bara einhver bangsi eða leikfang sem þú getur gefið.“ Stutt er síðan fólk átti jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér. Nú eru dæmi um að tugir þúsunda fáist fyrir hvern og einn kettling. Getty/Laurie Cinotto Óábyrgt að auglýsa eftir hvaða hundi sem er Algengt er fólk auglýsi eftir hundum á Facebook og kveðst þá þiggja hvaða tegund sem er. Sandra segir það mjög gagnrýnisverða afstöðu. „Hver hundategund er gríðarlega ólík og hentar ekki öllum. Þú átt til dæmis ekki að fá þér Border collie ef þú getur ekki farið með hundinn í göngutúr þrisvar til fjórum sinnum á dag.“ Fjölmarga þætti þurfi að hafa í huga þegar kemur að því að taka að sér gæludýr. „Það er mikið af fólki sem er ekki alveg að pæla í heildarmyndinni. Það er gríðarlega skaðlegt og veldur því að þau munu gefa dýrið frá sér. Það er gríðarlega erfitt fyrir dýrin að fara af einu heimili á annað koll af kolli,“ segir Sandra og vonar að opinber umræða um þessi mál eigi eftir að reynast mikilvæg forvörn.
Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Kettir Hundar Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00
Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01