Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Sandra Ósk Jóhannsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og kallar eftir vitundarvakningu. Samsett Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. Hvolpar og kettlingar ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir og hefur jafnvel borið á skorti. Talið er að aukin heimavera og tími með fjölskyldu hafi ýtt undir áhuga fólks á gæludýrum en þegar aðstæður breyttust reyndi víða á þolrifin. Vísbendingar eru um að sumir hafi því reynt að losa sig við dýrin með hækkandi sól og minnkandi takmörkunum. „Það gerist á hverju einasta sumri að fólk sem fékk sér gæludýr fattar að það vill ferðast, fara til útlanda og hefur kannski ekki eins mikinn tíma fyrir dýrin sín,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. „Fólk var að fá sér dýr, var mikið heima og svo fer það aftur á vinnumarkaðinn og í skóla og hefur minni tíma. Þá hentar dýrið ekki aðstæðum og fólk er mikið að losa sig við dýrin. Við erum að sjá einhverja aukningu vegna Covid-19 en getum í raun ekki sagt með vissu hvort það séu bein tengsl.“ Sandra hefur lengi verið umhugað um dýravernd og vinnur nú meðal annars að þróun smáforritsins Dýrfinnu sem er ætlað að auðvelda leit að týndum dýrum. Þá hefur Sandra átt í samstarfi við félög á borð við Villiketti, Dýrahjálp og Kattholt. Kallar eftir vitundarvakningu Sandra segir jákvætt að enn sé mikil eftirspurn til staðar og það taki yfirleitt skamman tíma að finna nýtt heimili fyrir dýrin. „En við þurfum líka að vera meðvituð um það að eftirspurnin á eftir að verða minni en framboðið og þá verður mikið um heimilislaus dýr.“ Sandra kallar eftir vitundarvakningu og segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að gæludýraeign þurfi að vera vel ígrunduð ákvörðun. „Það er ekki bara hægt að fá sér dýr og losa sig svo við það þegar það hentar ekki.“ Í því samhengi skipti öllu máli að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefi gæludýr sem gjafir sem Sandra segir mjög algengt. „Það er í lagi að gefa dýr sem gjöf ef þú veist að tegundin hentar manneskjunni og hún vill sjá um dýrið en annars mælum við ekki með dýri sem gjöf, sérstaklega ekki fyrir börn. Dýr eru lifandi lífverur og ekki bara einhver bangsi eða leikfang sem þú getur gefið.“ Stutt er síðan fólk átti jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér. Nú eru dæmi um að tugir þúsunda fáist fyrir hvern og einn kettling. Getty/Laurie Cinotto Óábyrgt að auglýsa eftir hvaða hundi sem er Algengt er fólk auglýsi eftir hundum á Facebook og kveðst þá þiggja hvaða tegund sem er. Sandra segir það mjög gagnrýnisverða afstöðu. „Hver hundategund er gríðarlega ólík og hentar ekki öllum. Þú átt til dæmis ekki að fá þér Border collie ef þú getur ekki farið með hundinn í göngutúr þrisvar til fjórum sinnum á dag.“ Fjölmarga þætti þurfi að hafa í huga þegar kemur að því að taka að sér gæludýr. „Það er mikið af fólki sem er ekki alveg að pæla í heildarmyndinni. Það er gríðarlega skaðlegt og veldur því að þau munu gefa dýrið frá sér. Það er gríðarlega erfitt fyrir dýrin að fara af einu heimili á annað koll af kolli,“ segir Sandra og vonar að opinber umræða um þessi mál eigi eftir að reynast mikilvæg forvörn. Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Kettir Hundar Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Hvolpar og kettlingar ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir og hefur jafnvel borið á skorti. Talið er að aukin heimavera og tími með fjölskyldu hafi ýtt undir áhuga fólks á gæludýrum en þegar aðstæður breyttust reyndi víða á þolrifin. Vísbendingar eru um að sumir hafi því reynt að losa sig við dýrin með hækkandi sól og minnkandi takmörkunum. „Það gerist á hverju einasta sumri að fólk sem fékk sér gæludýr fattar að það vill ferðast, fara til útlanda og hefur kannski ekki eins mikinn tíma fyrir dýrin sín,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. „Fólk var að fá sér dýr, var mikið heima og svo fer það aftur á vinnumarkaðinn og í skóla og hefur minni tíma. Þá hentar dýrið ekki aðstæðum og fólk er mikið að losa sig við dýrin. Við erum að sjá einhverja aukningu vegna Covid-19 en getum í raun ekki sagt með vissu hvort það séu bein tengsl.“ Sandra hefur lengi verið umhugað um dýravernd og vinnur nú meðal annars að þróun smáforritsins Dýrfinnu sem er ætlað að auðvelda leit að týndum dýrum. Þá hefur Sandra átt í samstarfi við félög á borð við Villiketti, Dýrahjálp og Kattholt. Kallar eftir vitundarvakningu Sandra segir jákvætt að enn sé mikil eftirspurn til staðar og það taki yfirleitt skamman tíma að finna nýtt heimili fyrir dýrin. „En við þurfum líka að vera meðvituð um það að eftirspurnin á eftir að verða minni en framboðið og þá verður mikið um heimilislaus dýr.“ Sandra kallar eftir vitundarvakningu og segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að gæludýraeign þurfi að vera vel ígrunduð ákvörðun. „Það er ekki bara hægt að fá sér dýr og losa sig svo við það þegar það hentar ekki.“ Í því samhengi skipti öllu máli að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefi gæludýr sem gjafir sem Sandra segir mjög algengt. „Það er í lagi að gefa dýr sem gjöf ef þú veist að tegundin hentar manneskjunni og hún vill sjá um dýrið en annars mælum við ekki með dýri sem gjöf, sérstaklega ekki fyrir börn. Dýr eru lifandi lífverur og ekki bara einhver bangsi eða leikfang sem þú getur gefið.“ Stutt er síðan fólk átti jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér. Nú eru dæmi um að tugir þúsunda fáist fyrir hvern og einn kettling. Getty/Laurie Cinotto Óábyrgt að auglýsa eftir hvaða hundi sem er Algengt er fólk auglýsi eftir hundum á Facebook og kveðst þá þiggja hvaða tegund sem er. Sandra segir það mjög gagnrýnisverða afstöðu. „Hver hundategund er gríðarlega ólík og hentar ekki öllum. Þú átt til dæmis ekki að fá þér Border collie ef þú getur ekki farið með hundinn í göngutúr þrisvar til fjórum sinnum á dag.“ Fjölmarga þætti þurfi að hafa í huga þegar kemur að því að taka að sér gæludýr. „Það er mikið af fólki sem er ekki alveg að pæla í heildarmyndinni. Það er gríðarlega skaðlegt og veldur því að þau munu gefa dýrið frá sér. Það er gríðarlega erfitt fyrir dýrin að fara af einu heimili á annað koll af kolli,“ segir Sandra og vonar að opinber umræða um þessi mál eigi eftir að reynast mikilvæg forvörn.
Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Kettir Hundar Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00
Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01