Hefur áhyggjur af stolnum byssum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 20:36 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhyggjur af vélbyssusöfnurum. Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. „Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent