Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 21:33 Steindi, Egill og Auðunn þáttastjórnendur hlaðvarpsins Blökastið og útvarpsþáttarins FM95BLÖ fóru yfir málin með Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra. Blökastið Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“ „Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
„Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein