Fjármál heimilisins

Fréttamynd

Skatt­frjáls ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar – fyrir alla!

Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk vari sig á svikurum á til­boðs­dögum

Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru.

Neytendur
Fréttamynd

Lög­leiða þurfi netspilun til að ná stjórn á á­standinu

Umfang ólöglegrar starfsemi á íslenskum peningaleikjamarkaði fer vaxandi og milljarðar streyma úr landi vegna þessa. Á sama tíma eru engin úrræði í boði hérlendis til ábyrgrar spilunar. Lögleiða þarf netspilun hér á landi, ná stjórn á markaðnum, efla neytendavernd, styrkja varnir gegn peningaþvætti og tryggja samfélagslegan ávinning.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei mikil­vægara að fylgjast vel með lánunum

Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta.

Innlent
Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaða­mót

Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar.

Neytendur
Fréttamynd

Af hverju hefur lánið ekki lækkað?

40 ára kona spyr: Sæll vertu Björn. Nú keypti ég mér einbýlishús árið 2011, með 40 ára verðtryggðu láni, á 22,5 milljón. Lánið stendur í 21 milljón þrátt fyrir endalausar afborganir. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Getur þú sagt mér það?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólga ekki meiri síðan í janúar

Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Séreignarleiðin gerð varan­leg og nýtist til tíu ára

Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eyða ó­vissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“

Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ekki bara smá eyða, þetta er risa­stórt gat“

Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt við að vextir hækki

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­faldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna

Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra.

Skoðun