Fjármál heimilisins

Fréttamynd

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til tals­verðrar hækkunar hjá ná­grönnum

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvernig tryggir þú stærstu fjár­festingu lífins?

Ég man vel þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Ég og kærastinn minn vorum ótrúlega stressuð áður en við fórum í gegnum greiðslumatið því okkur dreymdi um að byrja búa sjálf í stað þess að vera í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum, eins frábær og þau eru.

Skoðun
Fréttamynd

Vextir lækka hjá Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn og Arion lækka vexti

Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.

Neytendur
Fréttamynd

„Ég held að þú þurfir ný gler­augu“

Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­hjálp í kapp­hlaupi við tímann

Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Að reyna að „tíma­setja“ markaðinn - er það góð strategía?

Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Dregur úr tapi og not­endum fjölgar um 66 pró­sent

Tap ársins hjá Indó nam tæpum 281 milljón króna á síðasta ári en var tæplega 327 milljónir árið á undan. Virkir kortanotendur hjá Indó voru rúmlega 57 þúsund í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 66 prósent á milli ára. Þá jókst kortaveltan um 136 prósent á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi

Það getur kostað ríflega 20 prósent meira að skipta gjaldeyri hjá fyrirtækinu Change Group, sem er með aðstöðu í Leifstöð, en það myndi kosta að skipta sama gjaldeyri í útibúi íslenskra banka. Þannig sýnir nýlegt dæmi að viðskiptavinur hefði getað fengið rúmum tíu þúsund krónum meira í sinn hlut með því að skipta gjaldeyri í útibúi í bænum frekar en í Leifsstöð.

Neytendur
Fréttamynd

„Rán um há­bjartan dag“ kom ekki á ó­vart

Sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, tapaði hátt í fimmtán þúsund krónum við að skipta erlendum gjaldeyri í Leifsstöð á dögunum. Fjármálaráðgjafi segir dæmið því miður ekki koma á óvart þar sem algengt sé að slæm kjör bjóðist í hraðbönkum og hjá gjaldeyrismiðlurum á fjölförnum ferðamannastöðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rétt að skoða hvort af­nema eigi í­þyngjandi skattaábyrgð hjóna

Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Innlent
Fréttamynd

Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári

„Skuldir eru ekki bara tölur á blaði, þetta getur haft áhrif á líf og andlega heilsu. Með opinskáum samtölum getum við bókstaflega bjargað mannslífum,“ segir Íris Eyfjörð Hreiðarsdóttir. Í upphafi síðasta árs stóð Íris uppi með skuldir upp á nær 25 milljónir íslenskra króna. Í dag er þessi upphæð komin niður í 9,6 milljónir króna. Færni Írisar á samfélagsmiðla og opið samtal voru lykilþáttur í árangrinum.

Lífið