Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, lítur björtum augum á örvunarbólusetningar eldri borgara sem hefjast í næstu viku. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira