Klopp skilur ekki hvernig Manchester United getur eytt svona miklu í leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 12:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist þurfa að selja leikmenn til að geta keypt nýja leikmenn til Liverpool. EPA-EFE/Alex Livesey Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki skilja hvernig erkifjendurnir í Manchester United hafi getað eytt svona stórum upphæðum í nýja leikmenn í sumar. Það kemur honum aftur á móti ekki á óvart að Manchester City, Chelsea og Paris Saint-Germain geti eytt miklu. United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira