Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2021 15:55 Fólk beitir ýmsum brögðum til að glíma við sumarhitann í Róm þessa dagana. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka. Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka.
Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira