Ísland skiptir máli í áformum Breta um að skjóta flaug út í geim Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Ísland frá sjónarhóli Envisat, gervihnattar Evrópsku geimstofnunarinnar. Evrópska geimstofnunin Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Geimurinn Bretland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Geimurinn Bretland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira