Jónatan Ingi: Við stefnum klárlega ekki á að enda í 6. sæti Sverrir Mar Smárason skrifar 15. ágúst 2021 20:31 Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, sóknarmaður FH, átti þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri FH á Leikni R. í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Hann var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var nokkurn vegin eins og við vildum. Við vitum að Leiknisliðið er gott lið og þeir hafa sýnt það í sumar, við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni og vissum að við yrðum að mæta þeim eins og menn. Komumst 1-0 í hálfleik og það var mjög gott. Svo bara keyrum við hægt og rólega yfir þá og náum að setja annað og þriðja markið sem voru svona mikilvægust til að klára leikinn, geggjað að klára þetta svona,“ sagði Jónatan Ingi. Leiknisliðið hafði ákveðna yfirhönd í fyrri hálfleik og í upphafi síðari og ekkert stefndi í svona stóran sigur FH. Jónatan fannst Leiknisliðið meira með boltann en það var FH liðið sem sköpuðu færin. „Jú þeir voru vissulega meira með boltann og við liggjum aðeins til baka en mér fannst þeir ekki skapa neitt rosalega mikið af færum. Við erum búnir að vera ekki alveg nógu góðir í sumar og við vildum bæta upp fyrir það. Liðsandinn, skerpa á nokkrum sendingum og vera aðeins þolinmóðari. Það vantaði oft eina auka sendingu til að plássið myndi opnast og við gerðum það mjög vel í síðari hálfleik sérstaklega,“ sagði Jónatan. Líkt og fyrr segir þá átti Jónatan þrjár stoðsendingar í leik kvöldsins. Eitthvað sem stundum hefur verið rætt að vanti meira frá honum sem leikmanni. Jónatan var glaður með eigin frammistöðu en segir þó mikilvægast að vinna leikinn. „Auðvitað gaman, við viljum bara vinna og það skiptir ekki öllu máli hver skorar. Lenny kannski vill skora mest. En jú mjög ánægjulegt og Matti og Pétur tóku bæði þessi færi vel og vítið auðvitað Lenny skorar alltaf úr þeim þannig bara geggjað,“ sagði Jónatan um stoðsendingarnar þrjár. FH byrjaði leikinn með 17 ára Loga Hrafn á miðjunni og skiptu síðan inná mörgum ungum strákum sem voru að spila sína fyrstu, aðra eða þriðju leiki í Pepsi-Max deildinni. Jónatan er ánægður með ungu strákana og segir þá koma vel inn í hópinn og læri mikið. „2.flokkurinn varð Íslandsmeistari í fyrri og það eru flottir árgangar að koma upp sem er geggjað. Logi Hrafn byrjar hérna inná og spilar þetta frábærlega. Óskar átti stoðsendingu á Oliver. Þeir hafa komið vel inn í þetta og læra vel af eldri og reyndari mönnum. Það er pínu aldursskipting í hópnum og við þurfum að fá þessa stráka inn. Þeir sýndu það í dag að þeir geta klárlega hjálpað okkur,“ sagði Jónatan um ungu leikmenn FH. FH fara upp fyrir Leiknir í deildinni eftir sigur kvöldsins og sitja sem stendur í 6.sæti. FH á sex leiki eftir og Jónatan vill fara í þá alla til þess að vinna. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann, þegar þú ert í FH þá er ekkert annað boðlegt. Við skuldum sjálfum okkur það, stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið að rífa okkur vel í gang. Við viljum vinna hvern einasta leik og það er nóg eftir. Mér finnst hún hafa spilast þannig þessi deild að allir geta unnið alla. Við stefnum klárlega ekki á það að enda í 6.sæti,“ sagði Jónatan að lokum um markmið FH. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Þetta var nokkurn vegin eins og við vildum. Við vitum að Leiknisliðið er gott lið og þeir hafa sýnt það í sumar, við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni og vissum að við yrðum að mæta þeim eins og menn. Komumst 1-0 í hálfleik og það var mjög gott. Svo bara keyrum við hægt og rólega yfir þá og náum að setja annað og þriðja markið sem voru svona mikilvægust til að klára leikinn, geggjað að klára þetta svona,“ sagði Jónatan Ingi. Leiknisliðið hafði ákveðna yfirhönd í fyrri hálfleik og í upphafi síðari og ekkert stefndi í svona stóran sigur FH. Jónatan fannst Leiknisliðið meira með boltann en það var FH liðið sem sköpuðu færin. „Jú þeir voru vissulega meira með boltann og við liggjum aðeins til baka en mér fannst þeir ekki skapa neitt rosalega mikið af færum. Við erum búnir að vera ekki alveg nógu góðir í sumar og við vildum bæta upp fyrir það. Liðsandinn, skerpa á nokkrum sendingum og vera aðeins þolinmóðari. Það vantaði oft eina auka sendingu til að plássið myndi opnast og við gerðum það mjög vel í síðari hálfleik sérstaklega,“ sagði Jónatan. Líkt og fyrr segir þá átti Jónatan þrjár stoðsendingar í leik kvöldsins. Eitthvað sem stundum hefur verið rætt að vanti meira frá honum sem leikmanni. Jónatan var glaður með eigin frammistöðu en segir þó mikilvægast að vinna leikinn. „Auðvitað gaman, við viljum bara vinna og það skiptir ekki öllu máli hver skorar. Lenny kannski vill skora mest. En jú mjög ánægjulegt og Matti og Pétur tóku bæði þessi færi vel og vítið auðvitað Lenny skorar alltaf úr þeim þannig bara geggjað,“ sagði Jónatan um stoðsendingarnar þrjár. FH byrjaði leikinn með 17 ára Loga Hrafn á miðjunni og skiptu síðan inná mörgum ungum strákum sem voru að spila sína fyrstu, aðra eða þriðju leiki í Pepsi-Max deildinni. Jónatan er ánægður með ungu strákana og segir þá koma vel inn í hópinn og læri mikið. „2.flokkurinn varð Íslandsmeistari í fyrri og það eru flottir árgangar að koma upp sem er geggjað. Logi Hrafn byrjar hérna inná og spilar þetta frábærlega. Óskar átti stoðsendingu á Oliver. Þeir hafa komið vel inn í þetta og læra vel af eldri og reyndari mönnum. Það er pínu aldursskipting í hópnum og við þurfum að fá þessa stráka inn. Þeir sýndu það í dag að þeir geta klárlega hjálpað okkur,“ sagði Jónatan um ungu leikmenn FH. FH fara upp fyrir Leiknir í deildinni eftir sigur kvöldsins og sitja sem stendur í 6.sæti. FH á sex leiki eftir og Jónatan vill fara í þá alla til þess að vinna. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann, þegar þú ert í FH þá er ekkert annað boðlegt. Við skuldum sjálfum okkur það, stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið að rífa okkur vel í gang. Við viljum vinna hvern einasta leik og það er nóg eftir. Mér finnst hún hafa spilast þannig þessi deild að allir geta unnið alla. Við stefnum klárlega ekki á það að enda í 6.sæti,“ sagði Jónatan að lokum um markmið FH.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira