Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 10:18 Malala Yousafzai var aðeins fimmtán ára gömul þegar talibanar skutu hana fyrir að berjast fyrir réttindum stúlkna til náms í Pakistan. Vísir/EPA Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug. Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53
Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07
Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31