Milan Pavkov kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins, áður en Aleksandar Katai tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik.
El Fardou Ben kom Rauðu Stjörnunni í 3-0 þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka, og um tíu mínútum seinna tryggði Mirko Ivanic heimamönnum 4-0 sigur.
Rúnar Már spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Cluj, sem þarf á kraftaverki að halda til að snúa vinna einvígið, en sigurliðið kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.