Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir takast á í Pallborðinu á Vísi en ljóst er að þau sjá stöðuna í faraldrinum ólíkum augum. Vísir/Arnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“