Sha'Carri ekki í vinaleit þegar hún keppir við Ólympíumeistarann um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 12:30 Sha'Carri Richardson hefur breytt um háralit og mætir því ekki appelsínugul til leiks um helgina. Getty/Cliff Hawkins Bandaríska frjálsíþróttakonan Sha’Carri Richardson er farin að kynda vel upp fyrir athyglisvert spretthlaup sem fer fram um helgina. Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira