Frá þessu greinir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar þar sem segir að hiti verði víða á bilinu tólf til sautján stig yfir daginn. Hlýjast verður í innsveitum fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðaustan 3-10 m/s og víða dálítil væta, en léttir heldur til á Norðausturlandi síðdegis. Hiti 11 til 16 stig.
Á laugardag: Austlæg átt 3-8 m/s en 8-13 m/s við suðurströndina. Skýjað og víða rigning en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir á Norðurlandi.
Á sunnudag: Suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning en hægari vindur og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast austanlands.
Á mánudag: Suðaustlæg átt og rigning en bjart með köflum norðaustan- og austanlands. Hlýnar heldur.
Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir sunnan og suðaustan átt, léttskýjað að mestu og hlýtt í veðri.