„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 11:40 Páll Óskar í garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára. Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26