Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13