Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13