Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 21:22 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent