Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 11:42 Kirsuberjatré í bænum Nianhuawan í Jiangsu-héraði í Kína. Til stendur að gróðusetja tré af ýmsu tagi í stórum stíl í Kína til að ná loftslagsmarkmiðum landsins á næstu árum. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. Stefna kínverskra stjórnvalda er að losun Kína á gróðurhúsalofttegundum verði hlutlaus fyrir árið 2060, að losun kolefnis verði ekki meiri en það magn sem er bundið. Þau hafa lengi reitt sig á skógrækt sem hluta af loftslagsaðgeðrum sínum. Nú stendur til að hleypa auknum krafti í skógræktina. Landsvæðið sem stendur til að rækta upp á hverju ári er stærra en heildarflatarmál Belgíu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fyrir 2035 munu gæði og stöðugleiki þjóðskóga, gresja, votlendis og eyðimerkurvistkerfa vera uppfærð verulega,“ segir Li Chunliang, aðstoðarforstöðumaður Skóga- og graslendisnefndar kínverska ríkisins. Með aðgerðunum á gróðurþekja Kína að aukast úr 23,04% í 24,1% fyrir lok árs 2025. Li tók ekki fram hvers konar tré yrðu gróðursett. Fimm ára áætlunin kveður á um að treyst verði á náttúrulegan uppvöxt að einhverju leyti sem Reuters segir benda til þess að mismunandi trjátegundir verði notaðar til að rækta upp land. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir að þjóðgarðar landsins verði stækkaðir og að gripið verði til aðgerða til þess að tengja saman búsvæði dýra sem menn hafa skipt upp með umsvifum sínum í gegnum tíðina. Þá stendur til að skera upp herör gegn ólöglegum viðskiptum með villt dýr. Gróðursetja þarf gríðarlegt magn trjáa til þess að vega upp losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum. Kína losar nú mest allra ríkja í heiminum. Ný greining markaðsrannsóknafyrirtækisins Comparethemarket.com sem var birt í dag bendir til þess að gróðursetja þyrfti fleiri en fimmtán milljónir trjáa á hverju ári til að núlla út losun frá Peking einni og sér. Kína Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Stefna kínverskra stjórnvalda er að losun Kína á gróðurhúsalofttegundum verði hlutlaus fyrir árið 2060, að losun kolefnis verði ekki meiri en það magn sem er bundið. Þau hafa lengi reitt sig á skógrækt sem hluta af loftslagsaðgeðrum sínum. Nú stendur til að hleypa auknum krafti í skógræktina. Landsvæðið sem stendur til að rækta upp á hverju ári er stærra en heildarflatarmál Belgíu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fyrir 2035 munu gæði og stöðugleiki þjóðskóga, gresja, votlendis og eyðimerkurvistkerfa vera uppfærð verulega,“ segir Li Chunliang, aðstoðarforstöðumaður Skóga- og graslendisnefndar kínverska ríkisins. Með aðgerðunum á gróðurþekja Kína að aukast úr 23,04% í 24,1% fyrir lok árs 2025. Li tók ekki fram hvers konar tré yrðu gróðursett. Fimm ára áætlunin kveður á um að treyst verði á náttúrulegan uppvöxt að einhverju leyti sem Reuters segir benda til þess að mismunandi trjátegundir verði notaðar til að rækta upp land. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir að þjóðgarðar landsins verði stækkaðir og að gripið verði til aðgerða til þess að tengja saman búsvæði dýra sem menn hafa skipt upp með umsvifum sínum í gegnum tíðina. Þá stendur til að skera upp herör gegn ólöglegum viðskiptum með villt dýr. Gróðursetja þarf gríðarlegt magn trjáa til þess að vega upp losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum. Kína losar nú mest allra ríkja í heiminum. Ný greining markaðsrannsóknafyrirtækisins Comparethemarket.com sem var birt í dag bendir til þess að gróðursetja þyrfti fleiri en fimmtán milljónir trjáa á hverju ári til að núlla út losun frá Peking einni og sér.
Kína Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48