Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 14:31 Klopp var ánægður með sína menn en öllu ósáttari við Mike Dean, dómara. Catherine Ivill/Getty Images „Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með. Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga. Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga.
Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira