Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2021 23:15 Frá vegagerðinni á Langanesströnd. Héraðsverk á Egilsstöðum annaðist verkið. KMU Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent