Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 13:00 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð. Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“ Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Undanfarin ár hefur Sorpa verið harðlega gagnrýnd, til dæmis vegna mikils halla í rekstri og ósamræmi í sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem einna helst hefur verið gagnrýnt er Gaja, ný gas- og jarðgerðarstöð. Afurðin úr henni, moltan, sé ekki nógu hrein. Líf Magneudóttir, stjórnarformaður Sorpu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það sé alveg rétt en Gaja sé enn á tilraunastigi. „Nú hefur verið dálítið rætt um það að afurðin úr Gaju, moltan, sé ekki nógu hrein. enda erum við enn bara í tilraunafasa, við þurfum að prufukeyra þetta,“ segir Líf. Það sé vegna þess að sérsafna þurfi lífrænum úrgangi svo hann smitist ekki af öðru sorpi. Þannig sé hægt að búa til moltu sem sé næringarrík og hægt sé að nýta með fagaðilum. Hún segir ekki standa til að selja moltuna þrátt fyrir umræðu um það í borginni. „Það stendur ekki til að selja þessa moltu heldur nýta hana með fagaðilum í ýmsa uppbyggingu, landmótun og gróðursetningu og þess háttar. Auðvitað erum við ekkert að fara út með óhreina moltu. við þurfum auðvitað að fá leyfi fyrir því að hún sé í lagi til þess að fara út með næringarríka moltu.“ Hún segir Gaju aðeins brotabrot af því sem verið sé að gera á höfuðborgarsvæðinu í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Stöðin kosti þó 5,4 milljarða. „Það er auðvitað kostnaður sem hefur farið fram úr og ég er ekkert feimin við að viðurkenna það, eðli málsins samkvæmt. en umhverfislegur ávinningur er líka gríðarlegur þannig ða í umhverfislegu tilliti á eftir að borga sig mjög hratt upp.“
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira