Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 07:20 Myndir af kettlingum í búrum, sem teknar voru skömmu áður en kettirnir voru aflífaðir, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna. Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna.
Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira