Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 11:26 Kristinn Þorsteinsson er skólameistari Fjölbrautskólans í Garðabæ. Vísir/Egill Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. „Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira