Ungir umhverfissinnar loka orkumálaráðuneyti Noregs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 15:30 Umhverfissinnar sitja fyrir inngangi orkumálaráðuneytis Noregs í Osló. EPA-EFE/OLE BERG-RUSTEN Um 150 umhverfissinnar lokuðu fyrir aðgengi að orkumálaráðuneyti Noregs í dag. Hátt í tuttugu þeirra gripu til þess ráðs að fara inn í anddyri ráðuneytisins til að mótmæla og hafa þeir ekki farið þaðan út í dag. Aðgerðasinnarnir eru í hópnum Extinction Rebellion, sem á upptök sín í Bretlandi en hefur breytt úr sér um Evrópu. Mótmælahreyfingin er talin nokkuð róttæk en í Bretlandi hefur hún meðal annars staðið fyrir því að loka vegum, og heilum hverfum með mótmælum. Fréttastofa Reuters greinir frá. Aðgerðasinnar mótmæla í anddyri ráðuneytisins.EPA-EFE/OLE BERG-RUSTEN Norsku aðgerðasinnarnir mótmæla olíuiðnaði lands síns en nú stendur yfir tíu daga mótmælaaðgerð Extinction Rebellion í Noregi. Noregur er stærsti olíu- og náttúrugasframleiðandi Vestur-Evrópu en um fjórar milljónir olíutunna eru framleiddar í Noregi á hverjum degi. 21. til 29. august har Extinction Rebellion Norge (XRN) varslet aksjoner i Oslo politidistrikt på ulike steder. Dette kan påvirke trafikk, kollektivtransport og objekter av miljøinteresse. XRN har ikke utgjort noen fysisk trussel mot politiet eller andre ved tidligere aksjoner.— Oslo politidistrikt (@politietoslo) August 20, 2021 „Í fjóra áratugi höfum við skrifað bréf, við höfum haldið uppi samtali, við höfum mótmælt. Við fáum að tala en það hlustar enginn á okkur,“ sagði Hanna Kristina Jakobsen, 22 ára aðgerðasinni, við mótmælendur. „Þess vegna grípum við til friðsællar borgaralegrar óhlýðni. Við erum örvæntingarfull.“ Totalt 29 personer er pågrepet i Majorstukrysset. Trafikken flyter tilnærmet som normalt igjen på Ring 2 Majorstua.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) August 23, 2021 Mótmælt er víða um Osló í dag en annars staðar í borginni voru 29 mótmælendur handteknir að sögn norsku lögreglunnar. Mótmælendurnir stöðvuðu umferð á einni helstu umferðaræð Oslóarborgar og neituðu að hlýða lögreglumönnum. Tina Bru orkumálaráðherra Noregs sagði í yfirlýsingu í dag að hún hefði áhyggjur af loftslagsbreytingum en að mótmælendur beittu nú ólýðræðislegum aðferðum sem myndu ekki leiða til neins. Noregur Loftslagsmál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Aðgerðasinnarnir eru í hópnum Extinction Rebellion, sem á upptök sín í Bretlandi en hefur breytt úr sér um Evrópu. Mótmælahreyfingin er talin nokkuð róttæk en í Bretlandi hefur hún meðal annars staðið fyrir því að loka vegum, og heilum hverfum með mótmælum. Fréttastofa Reuters greinir frá. Aðgerðasinnar mótmæla í anddyri ráðuneytisins.EPA-EFE/OLE BERG-RUSTEN Norsku aðgerðasinnarnir mótmæla olíuiðnaði lands síns en nú stendur yfir tíu daga mótmælaaðgerð Extinction Rebellion í Noregi. Noregur er stærsti olíu- og náttúrugasframleiðandi Vestur-Evrópu en um fjórar milljónir olíutunna eru framleiddar í Noregi á hverjum degi. 21. til 29. august har Extinction Rebellion Norge (XRN) varslet aksjoner i Oslo politidistrikt på ulike steder. Dette kan påvirke trafikk, kollektivtransport og objekter av miljøinteresse. XRN har ikke utgjort noen fysisk trussel mot politiet eller andre ved tidligere aksjoner.— Oslo politidistrikt (@politietoslo) August 20, 2021 „Í fjóra áratugi höfum við skrifað bréf, við höfum haldið uppi samtali, við höfum mótmælt. Við fáum að tala en það hlustar enginn á okkur,“ sagði Hanna Kristina Jakobsen, 22 ára aðgerðasinni, við mótmælendur. „Þess vegna grípum við til friðsællar borgaralegrar óhlýðni. Við erum örvæntingarfull.“ Totalt 29 personer er pågrepet i Majorstukrysset. Trafikken flyter tilnærmet som normalt igjen på Ring 2 Majorstua.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) August 23, 2021 Mótmælt er víða um Osló í dag en annars staðar í borginni voru 29 mótmælendur handteknir að sögn norsku lögreglunnar. Mótmælendurnir stöðvuðu umferð á einni helstu umferðaræð Oslóarborgar og neituðu að hlýða lögreglumönnum. Tina Bru orkumálaráðherra Noregs sagði í yfirlýsingu í dag að hún hefði áhyggjur af loftslagsbreytingum en að mótmælendur beittu nú ólýðræðislegum aðferðum sem myndu ekki leiða til neins.
Noregur Loftslagsmál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira