Sofia Vergara opnar sig um baráttu við krabbamein Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 21:10 Modern Family-leikkonan Sofia Vergara var kynnir á fjáröfluninni Stand Up to Cancer sem fór fram um helgina. Þar opnaði hún sig um baráttu við skjaldkirtilskrabbamein. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina. „Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein. Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein.
Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33