Sammála því að tilefni sé til að slaka á Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2021 12:02 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24
Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24