„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 20:38 Stjörnukonur áttu flottan leik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. „Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira