„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 20:38 Stjörnukonur áttu flottan leik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. „Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
„Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira