Veldu þína rödd! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:31 Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg. Fyrir fatlað fólk skiptir máli að eiga sterka rödd á Alþingi. Rödd sem talar og beitir sér fyrir sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn, mæti á kjörstað og veiti þeim sem röddina hafa umboð sitt til bættra lífsgæða. Það er sannarlega margt sem þarf að laga! Menntakerfið okkar takmarkar ennþá aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun eftir framhaldsskólann. Það er lítill hópur kemst að, og námsvalið er ekki nógu fjölbreytt. Við tökum þann sjálfsagða rétt af ungu fötluðu fólki að flytja að heiman og stofna sitt eigið heimili og framboð á húsnæði við hæfi er mjög takmarkað. Við horfum upp á ungmenni sem fá engin tækifæri á vinnumarkaði vegna þess að þau fá ekki þann stuðning og þá viðeigandi aðlögun á vinnustað, sem er þó bundið í lög. Ungt fatlað fólk þarf á rödd tækifæranna að halda. Rödd sem leggur áherslu á jöfn tækifæri til frekari menntunar og frekari þátttöku í samfélaginu, til dæmis með þátttöku til atvinnu. Rödd sem leggur áherslu á sjálfsögð mannréttindi, eins og til dæmis sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Rödd sem treystandi er á. Rödd sem talar fyrir lífsgæðum allra, líka fatlaðs fólks. Fatlað fólk er fjölbreyttur hópur. Það tilheyrir öllum aldurshópum og öllum samfélagshópum. Það hefur líka ólíkar þarfir og getu til þátttöku í samfélaginu. Fatlað fólk er hópur sem skiptir máli fyrir samfélagið. Því við skiptum öll máli og höfum öll eitthvað fram að færa til samfélagsins. Saman erum við fjölbreytileikinn. Framfarir verða ekki af sjálfu sér. Þær verða þegar raddir þeirra, sem vilja sjá breytingarnar eiga sér stað, skera sig úr og knýja fram þær breytingar sem við viljum sjá. Því skiptir máli að fatlað fólk nýti kosningarétt sinn. Ekki láta þitt atkvæði eftir liggja. Taktu þátt og leggðu þannig þitt á vogarskálarnar til þess að þín rödd heyrist á Alþingi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli á kosningarétti fatlaðs fólks og þeim hindrunum sem það mætir. Farðu á kjosa.throskahjalp.is til að hjálpa okkur að vekja athygli á og greiða úr þessum hindrunum. Höfundur er verkefnastjóri Þroskahjálpar, samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun