Svona var blaðamannafundur KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45 Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45
Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28