Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 13:41 Lars Lagerbäck verður ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Getty/Liam McBurney Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32