Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:50 Danir eru sjálfir stórtækir olíuframleiðendur. Þeir hafa þó ákveðið að leyfa ekki frekari vinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir 2050. Vísir/EPA Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást. Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni. Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni.
Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30