Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 18:45 Lars Lagerbäck í góðum gír með fyrrum samstarfsfélaga sínum Heimi Hallgrímssyni. Mynd/Skjáskot Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. „Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
„Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira