Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 10:47 Kim Kardashian birtist óvænt á sviðinu ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í gær, íklædd brúðarkjól. Apple Music Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi. Kanye hélt sitt þriðja formlega hlustunarpartý vegna plötunnar Donda í gær. Aðdáendur hafa beðið í ofvæni eftir plötunni í allt sumar en útgáfudegi hennar hefur sífellt verið frestað. Kim Kardashian, hefur sýnt fyrrverandi eiginmanni sínum mikinn stuðning í kringum útgáfu plötunnar og hefur hún til að mynda mætt í öll hlustunarpartýin. Viðvera hennar vakti þó sérstaka athygli í gær fyrir þær sakir að hún sat ekki í áhorfendastúkunni, heldur birtist hún óvænt á miðju sviðinu í lokalaginu - íklædd Balenciaga brúðarkjól. Kim Kardashian Wears Wedding Dress, Joins Kanye at 'Donda' Event https://t.co/4T64i6LnWg— TMZ (@TMZ) August 27, 2021 Aðdáendur keppast nú við við að lesa í þennan gjörning og velta vöngum yfir því hvort þetta þýði að fyrrverandi hjónin séu tekin aftur saman. Kardashian sótti um skilnað í febrúar á þessu ári eftir sjö ára hjónaband. Viðburðurinn fór fram á Soilder leikvanginum í Chicago þar sem Kanye hafði gert líkan af æskuheimili sínu á miðju sviðinu. Þótt Kim hafi stolið senunni er óhætt að segja að margt annað hafi þótt áhugavert þetta kvöldið. Þegar Kanye mætti inn á sviðið stóð hann í ljósum logum. Þá birtust tónlistarmaðurinn Marilyn Manson og rapparinn DaBaby við hlið Kanye á sviðinu en þeir eru báðir afar umdeildir fyrir gjörðir sínar. Platan Donda er tíunda plata rapparans en óvíst er hvenær hún muni líta dagsins ljós. Markaðssetning í kringum plötuna á sér þó enga hliðstæðu og hefur platan þegar slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. There are no half measures with a @KanyeWest performance. #DONDA pic.twitter.com/jPrFxD5Naa— Photos Of Kanye West (@PhotosOfKanye) August 27, 2021 Kanye got Marilyn Manson posted above the stoop #Donda sounds CRAZY!!! pic.twitter.com/moK9zatCti— 81' BRED (@PonCalabrese) August 27, 2021 Is this Kim Kardashian? #DONDA pic.twitter.com/UTieCt1QpZ— Complex Music (@ComplexMusic) August 27, 2021 Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. 12. ágúst 2021 11:04 Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Kanye hélt sitt þriðja formlega hlustunarpartý vegna plötunnar Donda í gær. Aðdáendur hafa beðið í ofvæni eftir plötunni í allt sumar en útgáfudegi hennar hefur sífellt verið frestað. Kim Kardashian, hefur sýnt fyrrverandi eiginmanni sínum mikinn stuðning í kringum útgáfu plötunnar og hefur hún til að mynda mætt í öll hlustunarpartýin. Viðvera hennar vakti þó sérstaka athygli í gær fyrir þær sakir að hún sat ekki í áhorfendastúkunni, heldur birtist hún óvænt á miðju sviðinu í lokalaginu - íklædd Balenciaga brúðarkjól. Kim Kardashian Wears Wedding Dress, Joins Kanye at 'Donda' Event https://t.co/4T64i6LnWg— TMZ (@TMZ) August 27, 2021 Aðdáendur keppast nú við við að lesa í þennan gjörning og velta vöngum yfir því hvort þetta þýði að fyrrverandi hjónin séu tekin aftur saman. Kardashian sótti um skilnað í febrúar á þessu ári eftir sjö ára hjónaband. Viðburðurinn fór fram á Soilder leikvanginum í Chicago þar sem Kanye hafði gert líkan af æskuheimili sínu á miðju sviðinu. Þótt Kim hafi stolið senunni er óhætt að segja að margt annað hafi þótt áhugavert þetta kvöldið. Þegar Kanye mætti inn á sviðið stóð hann í ljósum logum. Þá birtust tónlistarmaðurinn Marilyn Manson og rapparinn DaBaby við hlið Kanye á sviðinu en þeir eru báðir afar umdeildir fyrir gjörðir sínar. Platan Donda er tíunda plata rapparans en óvíst er hvenær hún muni líta dagsins ljós. Markaðssetning í kringum plötuna á sér þó enga hliðstæðu og hefur platan þegar slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. There are no half measures with a @KanyeWest performance. #DONDA pic.twitter.com/jPrFxD5Naa— Photos Of Kanye West (@PhotosOfKanye) August 27, 2021 Kanye got Marilyn Manson posted above the stoop #Donda sounds CRAZY!!! pic.twitter.com/moK9zatCti— 81' BRED (@PonCalabrese) August 27, 2021 Is this Kim Kardashian? #DONDA pic.twitter.com/UTieCt1QpZ— Complex Music (@ComplexMusic) August 27, 2021
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. 12. ágúst 2021 11:04 Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. 12. ágúst 2021 11:04
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14