Gefur öllum aukna von Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 17:15 Ronaldo og Neville léku saman hjá United á sínum tíma. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru. Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira