„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 11:30 Fylkiskonur hafa átt strembið sumar. Vísir/Bára Dröfn „Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu. „Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
„Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira