„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 11:30 Fylkiskonur hafa átt strembið sumar. Vísir/Bára Dröfn „Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu. „Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira