Bjarga ófleygum fýlsungum áður en það verður ekið á þá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 09:31 Á heimasíðu Fuglaverndar kemur m.a. fram að fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Fuglavernd/Daníel Bergmann Ragnheiður Blöndal og maður hennar, Sigurjón Halldór Birgisson, sem búa á Selfossi fór í gær og björguðu fimmtán fýlsungum úr vegköntum í kringum Vík í Mýrdal og komu þeim út á sjó. „Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
„Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira