Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur staðið í ströngu í kórónuveirufaraldrinum. Hún sagði í ræðu sinni að það hafi verið heiður að vera forsætisráðherra á þessum krefjandi tímum. Steinþór Rafn Matthíasson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira