Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur staðið í ströngu í kórónuveirufaraldrinum. Hún sagði í ræðu sinni að það hafi verið heiður að vera forsætisráðherra á þessum krefjandi tímum. Steinþór Rafn Matthíasson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira