Guðni Bergsson segir af sér Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. ágúst 2021 16:52 Guðni Bergsson hefur sagt af sér. vísir/vilhelm Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð. KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð.
KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira