Guðni Bergsson segir af sér Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. ágúst 2021 16:52 Guðni Bergsson hefur sagt af sér. vísir/vilhelm Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð. KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð.
KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira