Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgst með nýjustu vendingum í beinni útsendingu frá Laugardalsvelli.
Neytendasamtökin aðstoða á annað hundruð einstaklinga á ári hverju sem telja sig hlunnfarna af verktökum. Oftast varða málin ágreining um upphæðir en milljónir króna geta verið á milli þess sem verktakinn fer fram á og þess sem kaupandinn er tilbúinn að greiða.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávalt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig lítum við á æfingar geimfara í íslenskum hraunhellum og kynnum okkur fornleifauppgröft á Seyðisfirði – þar sem ýmsir áhugaverðir munir hafa komið í ljós.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.