Hefur tekið mannanafnanefnd í sátt og fær að heita Bond Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 19:45 Siggi Bond er fótboltamaður og einn af stjórnendum hlaðvarpsins The Mike Show. vísir/egill Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávallt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt. Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag? Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag?
Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels