Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 06:20 Forsvarsmenn KSÍ boða fundi með samstarfsaðilum sínum. Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. Þar segir að forsvarsmenn KSÍ hafi sent bréf til allra helstu samstarfsaðila sinna, þar sem þeir segjast ætla að endurheimta traust þeirra sem hafa stutt sambandið í gegnum árin, hvort sem um er að ræða styrktaraðila, sjálfboðaliða eða áhorfendur. „Í bréfinu kemur fram að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. Tilefni bréfsins sé sú umræða sem nú eigi sér stað um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan þeirra raða. Þá segir í bréfinu að samskipti KSÍ og samstarfsaðila sambandsins hafa í flestum tilfellum snúið að fleiri þáttum en fjárhagslegum og í samstarfi felist að báðir geti mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Því sé leitað eftir samtali við alla þessa aðila,“ segir í tilkynningunni. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ kunna að meta þau „skýru skilaboð“ sem styrktaraðilar hafa sent um að stíga verði trúverðug skref til úrbóta. Ljós sé að samstarf þurfi að byggjast á trausti og „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“. Virkt samtal þurfi að eiga sér stað til að endurheimta traustið. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ að lokum vonast eftir því að sem flestir samstarfsaðilar séu tilbúnir til að starfa áfram með sambandinu „og taka þátt að stuðla að þeim mikilvægu breytingum sem svo mjög hefur verið kallað eftir á síðustu misserum“. Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi eru meðal þeirra sem hafa sett spurningamerki við áframhaldandi stuðning við KSÍ í kjölfar atburða undanfarinna daga. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Þar segir að forsvarsmenn KSÍ hafi sent bréf til allra helstu samstarfsaðila sinna, þar sem þeir segjast ætla að endurheimta traust þeirra sem hafa stutt sambandið í gegnum árin, hvort sem um er að ræða styrktaraðila, sjálfboðaliða eða áhorfendur. „Í bréfinu kemur fram að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. Tilefni bréfsins sé sú umræða sem nú eigi sér stað um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan þeirra raða. Þá segir í bréfinu að samskipti KSÍ og samstarfsaðila sambandsins hafa í flestum tilfellum snúið að fleiri þáttum en fjárhagslegum og í samstarfi felist að báðir geti mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Því sé leitað eftir samtali við alla þessa aðila,“ segir í tilkynningunni. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ kunna að meta þau „skýru skilaboð“ sem styrktaraðilar hafa sent um að stíga verði trúverðug skref til úrbóta. Ljós sé að samstarf þurfi að byggjast á trausti og „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“. Virkt samtal þurfi að eiga sér stað til að endurheimta traustið. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ að lokum vonast eftir því að sem flestir samstarfsaðilar séu tilbúnir til að starfa áfram með sambandinu „og taka þátt að stuðla að þeim mikilvægu breytingum sem svo mjög hefur verið kallað eftir á síðustu misserum“. Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi eru meðal þeirra sem hafa sett spurningamerki við áframhaldandi stuðning við KSÍ í kjölfar atburða undanfarinna daga.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira