Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skýjað verði að mestu og súld eða rigning með köflum um vestanvert landið og hiti tíu til fjórtán stig. Víða verður bjartviðri á austurhelmingi landsins og hiti fimmtán til 21 stig á þeim slóðum, hlýjast í innsveitum austanlands.
Útlit fyrir keimlíkt veður á morgun, og næstu daga er áfram spáð hlýjum suðlægum áttum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Sunnan og suðvestan 5-10 m/s. Víða súld eða rigning vestantil á landinu og hiti 9 til 14 stig, en léttskýjað á austanverðu landinu og hiti 15 til 21 stig.
Á fimmtudag og föstudag: Sunnan átt, víða 5-10 m/s. Rigning með köflum um vestanvert landið og hiti 8 til 13 stig, en víða bjartviðri austantil á landinu og hiti 13 til 18 stig yfir daginn.
Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og rigning af og til sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á mánudag: Útlit fyrir norðlæga átt og dálitla vætu á austanverðu landinu en víða bjartviðri vestantil. Hiti víða 10 til 15 stig.