Sex dæmdir til dauða fyrir að myrða hinsegin aðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 13:47 Frá útför Mannans árið 2016. Getty/Rehman Asad Sex meðlimir íslamsks vígahóps voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir að hafa myrt tvo hinsegin aðgerðasinna fyrir fimm árum síðan. Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess. Bangladess Hinsegin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess.
Bangladess Hinsegin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira