Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 15:52 Arnar Þór Viðarsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvelli á fimmtudaginn þegar Íslendingar mæta Rúmenum. vísir/vilhelm Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira