Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 15:26 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira